Velkomin á
heimasíðu Hátinds 60+
Fjallabyggð hefur á undanförnum árum unnið að afar metnaðarfullu samstarfsverkefni sem ber heitið Hátindur 60+, með skýra áherslu á að efla lífsgæði íbúa sveitarfélagsins sem hafa náð sextugsaldri.
Verkefnið hefur skapað sterkan grunn fyrir áframhaldandi vinnu, þar sem markmið og leiðarljós Hátinds verða nýtt til að halda áfram að þróa þjónustu, virkni og tækifæri fyrir eldri íbúa í Fjallabyggð.