Hornbrekka er heimili fyrir þá sem hafa mat Færni og- heilsunefndar á þörf fyrir búsetu í dvalar- eða hjúkrunarrými.
Í dag búa á Hornbrekku 21 einstaklingar í hjúkrunarrými og 5 í dvalarrými.
Á Hornbrekku starfa um 40 starfsmenn, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, ófaglærðir, sjúkraþjálfari og matráður sem vinna allir með markmið Hornbrekku að leiðarljós.
Í Handbók fyrirtækja í velferðarþjónustu fyrir íbúa hjúkrunarheimila er teknar saman hagnýtar upplýsingar og reglur varðandi málefni íbúa á hjúkrunar- og dvalarheimilum.
Forstöðumaður og hjúkrunarforstjóri Hornbrekku er Birna Sigurveig Björnsdóttir, netfang: birna@hornbrekka.is