Fréttir

Virkni á Akureyri – kynning á verkefninu Virk efri ár

Föstudaginn 21. mars sl. fóru starfsmenn sveitarfélagsins í heimsókn á Akureyri þar sem kynnt var verkefnið Virk efri ár. Héðinn Svarfdal Björnsson, verkefnastjóri lýðheilsumála og virkra efri ára, tók vel á móti starfsmönnum Fjallabyggðar í Íþróttahöllinni og deildi hvernig verkefnið hefur þróast og vaxið á liðnum árum og hvernig fjölbreyttri dagskrá er haldið úti allt árið um kring.

NPA Lead Partner á samskiptanámskeið NPA í Cork á Írlandi

Verkefnastjóri NPA Verkefnisins SelfCare sem Hátindur og Fjallabyggð eru þátttakendur í tók þátt í mjög og fræðandi námskeiði á vegum NPA í Cork þann 19. mars sl. 

Landsmót UMFÍ 50+ 2025 – Fjör, hreyfing og samvera!

Landsmót UMFÍ 50+ 2025 – Fjör, hreyfing og samvera! Dagana 27. - 29. júní 2025 munu Siglufjörður og Ólafsfjörður fyllast af orku og gleði þegar Landsmót UMFÍ 50+ fer fram! Mótið er haldið í samstarfi við Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar (UÍF), UMFÍ, og Fjallabyggð og er þetta viðburður sem enginn ætti að missa af.

Tæknilæsi fyrir 60+ í Menntaskólanum á Tröllaskaga

Menntaskólinn á Tröllaskaga stendur fyrir spennandi verkefni sem miðar að því að auka tæknilæsi meðal íbúa Fjallabyggðar sem eru 60 ára og eldri. Verkefnið býður upp á einstaklingsmiðaða kennslu þar sem nemendur við menntaskólann sjá um leiðsögn undir handleiðslu kennara skólans.