Tæknilæsi fyrir 60+ í Menntaskólanum á Tröllaskaga
10.01.2025
Menntaskólinn á Tröllaskaga stendur fyrir spennandi verkefni sem miðar að því að auka tæknilæsi meðal íbúa Fjallabyggðar sem eru 60 ára og eldri. Verkefnið býður upp á einstaklingsmiðaða kennslu þar sem nemendur við menntaskólann sjá um leiðsögn undir handleiðslu kennara skólans.