Verkefnastjóri NPA Verkefnisins SelfCare sem Hátindur og Fjallabyggð eru þátttakendur í tók þátt í mjög og fræðandi námskeiði á vegum NPA í Cork þann 19. mars sl.
Að hittast og kynnast fulltrúum hinna verkefnanna innan Interreg NPA fjölskyldunnar er alltaf mjög hvetjandi og gefandi. Þetta sýnir vel hvernig lýðræðisleg ferli virka á norðurslóðum og á heimskautasvæðinu.
Dagurinn var tileinkaður því að fá upplýsingar og innblástur um eftirfarandi atriðum:
Skýrslugerð og sérstaklega hvernig má kynna afurðir og niðurstöður verkefna. Skemmtileg hópæfing um hvaða þættir skipta mestu máli þegar kynna á afurðir verkefnisins.
Að virkja samstarfsaðila í sameiginlegri og skilvirkri samskiptastefnu. Skilningur á mikilvægi þess að hafa samskiptaáætlun fyrir verkefni.
Endurskoðun á þverlægum meginreglum og þátttöku ungs fólks með áherslu á IVY – sjálfboðaliðaverkefni Interreg – þar sem verkefni geta fengið hæfileikaríkt og áhugasamt ungt fólk styrkt í gegnum IVY.
Verkstæði um skýrslugerð verkefna – Hvernig hægt er að virkja samfélög og hagaðila með aðferðafræði "Living Lab".
Allt í allt frábær dagur með frábæru fólki, fullt af nýjum hugmyndum og tækifæri til að efla tengslanetið innan Interreg NPA fjölskyldunnar.
Ljósmynd: InterregNPA_JeddaDesmond