Upplýsingar um verkefnið Hátindur 60+
Verkefnið er nýsköpunar-og þróunarverkefni í þjónustu við íbúa Fjallabyggðar 60 ára og eldri. Verkefnið er samstarfsverkefni Fjallabyggðar, Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN), Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og Heilbrigðis-og velferðarklasa Norðurlands (Veltek). Verkefnið hefur fengið heitið Hátindur 60 +. Með samstarfsyfirlýsingu um verkefnið staðfestu ofangreindir aðilar að vinna saman að þróun, nýsköpun og innleiðingu tækni í heilbrigðis-og velferðarþjónustu við íbúa Fjallabyggðar þá sérstaklega við aldurshópinn 60 +.
Heilbrigðisráðuneytið og félags-og vinnumarkaðsráðuneytið hafa átt ríkan þátt í að koma verkefninu á fót. Félagsmálaráðherra styrkti verkefnið með myndarlegum hætti og heilbrigðisráðuneytið hefur komið að verkefninu með beinum hætti.
Markmið sem unnið er að styðja við samþættingu félagsþjónustu og heilbrigðisþjónustu. Koma á fót sveigjanlegri dagdvöl/dagþjálfun. Stuðla að forvörnum s.s. með heilsuefling og geðrækt. Og ekki síst reyna nýjar leiðir með nýsköpun og tækniþróun.
Að velferðarþjónusta í Fjallabyggð verði nútímaleg, sjálfbær og tryggi lífsgæði íbúa. Unnin verða fjölbreytt verkefni innan þeirra samninga sem gerðir hafi verið við einstök fagráðuneyti. Þverfaglegt samstarf félags-og heilbrigðisþjónustu er grundvallaratriði til að ná fram samlegðaráhrifum fagþekkingar á hvoru sviði fyrir sig og tryggja þannig betur þjónustu við stækkandi þjóðfélagshóp.
Kerfi sniðið að þörfum notenda m.a. með því að samþætta þjónustu sem stuðlar að því að eldra fólk geti búið lengur heima við góðar aðstæður, bæði hvað varðar öryggi og félagslega þætti. Þannig skapast meira svigrúm til að nýta mannafla, fjárveitingar og mannvirki með skilvirkari hætti.
Að virkja yngri hópinn 60-67 ára sem enn eru á vinnumarkaði með því að bjóða upp á námskeið, fyrirlestra og viðburði til þess að efla og styrkja bæði líkamlega og félagslega.
Verkefnið skiptist í 3 áfanga:
Þess ber að geta að verkefnið Hátindur 60+ í Fjallabyggð er fyllilega í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um bætta þjónustu við eldra fólk; samþættingu þjónustu, virkni, þróun og nýsköpun sem nýtist til framtíðar. Einnig má geta þess að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Sameinuðu þjóðirnar hafa unnið að stefnumótun og greiningu um heilbrigða öldrun í kjölfar öldrunar þjóða og breyttra aldurssamsetningu og hefur heill áratugur (2021-2030) verið tileinkaður „Heilbrigðri öldrun“.