Virkni á Akureyri – kynning á verkefninu Virk efri ár
31.03.2025
Föstudaginn 21. mars sl. fóru starfsmenn sveitarfélagsins í heimsókn á Akureyri þar sem kynnt var verkefnið Virk efri ár. Héðinn Svarfdal Björnsson, verkefnastjóri lýðheilsumála og virkra efri ára, tók vel á móti starfsmönnum Fjallabyggðar í Íþróttahöllinni og deildi hvernig verkefnið hefur þróast og vaxið á liðnum árum og hvernig fjölbreyttri dagskrá er haldið úti allt árið um kring.