Tíu íslensk nýsköpunarfyrirtæki og frumkvöðlar hljóta alls 12 styrki úr Fléttunni í ár. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kynnti niðurstöður Fléttunnar árið 2024 við hátíðlega athöfn. Tilgangur styrkjanna er að styðja við innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðiskerfinu.
Í ár verður um 96 milljónum króna dreift til þessara fyrirtækja í þeim tilgangi að innleiða nýja tækni og lausnir í heilbrigðisþjónustu. Tilgangur styrkjanna er að styðja við innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðiskerfinu.
Fyrirtækið Memaxi ,Hátindur 60+ og HSN-Fjallabyggð sóttu um styrk fyrir verkefnið: Skjáheimsóknir í dreifbýli sem framtíðarlausn í öldrunarþjónustu. Skemst er frá því að segja að styrkumsóknin var samþykkt og eru því spennandi tímar framunda