Fléttustyrkjum úthlutað í þriðja sinn. Tæplega 100 m.kr. til innleiðingar nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra nýsköpunar, ásamt styrkhöfum Fléttunnar árið 2024.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra nýsköpunar, ásamt styrkhöfum Fléttunnar árið 2024.

Tíu íslensk nýsköpunarfyrirtæki og frumkvöðlar hljóta alls 12 styrki úr Fléttunni í ár. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kynnti niðurstöður Fléttunnar árið 2024 við hátíðlega athöfn. Tilgangur styrkjanna er að styðja við innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðiskerfinu.

Í ár verður um 96 milljónum króna dreift til þessara fyrirtækja í þeim tilgangi að innleiða nýja tækni og lausnir í heilbrigðisþjónustu. Tilgangur styrkjanna er að styðja við innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðiskerfinu

Fyrirtækið Memaxi ,Hátindur 60+ og HSN-Fjallabyggð sóttu um styrk fyrir verkefnið: Skjáheimsóknir í dreifbýli sem framtíðarlausn í öldrunarþjónustu. Skemst er frá því að segja að styrkumsóknin var samþykkt og eru því spennandi tímar framunda

Fréttina er hægt að lesa í heild sinni hér.