Markmiðið með áætluninni er að samþætta þá þjónustu sem snýr að eldra fólki, um ræðir þjónustu á vegum sveitarfélaga líkt og félagsþjónustu og svo heilbrigðisþjónustu –heimahjúkrun með það að leiðarljósi að gera fólki kleift að búa lengur heima. Einnig verða aðgerðir sem snúa að sveigjanleika í þjónustu. Þingsályktunartillagan “aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023–2027” var samþykkt 10. maí síðastliðinn á Alþingi.
Þessi aðgerðaráætlun gengur að mörgu leiti út á það sama og við erum að gera hér í Fjallabyggð með verkefninu Hátindur 60+ þar sem nú þegar er byrjað að vinna að samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu, ýmis velferðartækni hefur verið tekin í notkun í Fjallabyggð og nýting á plássum í sveigjanlegri dagdvöl/dagþjálfun hefur verið vel nýtt frá því að samningar við sjúkratryggingar íslands náðust í október 2022 og var greinileg þörf fyrir slíkan sveigjanleika í þjónustu. Markmið Hátindar 60+ er að mæta þörfum þjónustuþega á hans forsendum og sníða þannig kerfi sem gerir fólki kleift að búa lengur heima. Verkefnið Gott að eldast snýr að sama markmiði og Hátinds verkefnið og má því segja að um sé að ræða heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk.
Við erum bjartsýn á komandi tíma og teljum okkur nú þegar vera komin vel af stað í þau verkefni sem aðgerðaráætlun ríkisins felur í sér.