Hátindur 60+ á alþjóðlegri vinnusmiðju RECOPE í Reykjavík
Verkefnastjóri Hátinds sótti nýlega vinnusmiðju sem ber heitið RECOPE (Reassembling Care for Older People). Vinnusmiðjan er um stafræna tækni í umönnun eldra fólks. Vinnusmiðjan var haldin í Reykjavík og fjallaði um það hvernig stafræn velferðartækni er nýtt til þess að hjálpa fólki að lifa sjálfstæðu lífi og halda félagslegri tengingu við annað fólk. Staða umönnunaraðila og þeirra hlutverk í velferðarkeðjunni var einnig til umræðu. Að vinustofunni stóð hópur Norrænna rannsakenda frá eftirfarandi Háskólum;
Verkefnastjóri Hátinds 60+ fór með erindi á vinnusmiðjunni um starfsemi Hátinds, sem vakti mikla athygli og áhuga. Þá sérstaklega þróunin á nýrri þjónustuleið og áherslan á einstaklingsmiðaða þjónustu.
Vinnusmiðjan í Reykjavík er önnur af þremur. Sú fyrsta var haldin í Kaupmannahöfn og sneri hún um notkun róbota í umönnun. Síðasta vinnusmiðjan verður haldin í Finnlandi í maí á næsta ári. Erlendir gestir víðsvegar frá heiminum sóttu vinnustofuna, meðal annars frá háskólum í Kanada, Englandi og Hollandi.