Þann 16. maí sl. fór fram ráðstefna á vegum Bjarts lífsstíls sem er sameiginlegt verkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Landssambands eldri borgara. Ráðstefnan var unnin í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og heilsueflandi samfélags (HSAM). Markmið ráðstefnunnar var að skapa vettvang þar sem þátttakendum gafst tækifæri til að miðla eigin reynslu og þekkingu. Vettvangurinn verður þannig hvatning til aukinnar samvinnu milli þjálfara og skipuleggjenda viðburða og námskeiða fyrir eldra fólk í framtíðinni og þar með víkkað sjóndeildarhringinn þegar kemur að hugmyndafræði og nýtingu innviða í þágu eldra fólks.
Hátindur 60+ átti fulltrúa á ráðstefnunni og var margt gagnlegt sem þar kom fram. Sveitarfélög ásamt íþróttafélögum, sem standa fyrir hreyfiúrræðum fyrir eldra fólk, voru með áhugaverð erindi á ráðstefnunni. Þar koma m.a. fram að aðilar virðast flestir vera í sömu stöðu varðandi þátttökuleysi eldra fólks á viðburði og námskeið. Einnig gætir enn áhrifa eftir heimsfaraldurinn Covid – 19 þegar litið er til félagslegra einangrunar.
Ýmis verkefni eru í gangi víðsvegar um landið og sem dæmi má nefna Virkni og vellíðan í Kópavogi, Gleði og heilsa í fyrirrúmi í Mosfellsbæ og Virk efri ár 60+ Akureyri sem öll voru með erindi á ráðstefnunni. Við munum að sjálfsögðu nýta okkur þann fróðleik sem fluttur var í þeirri vegferð sem Hátindur 60+ er á.
Myndir: Bjartur lífsstíll