Heimsókn frá Húnaþingi vestra og HSV

Gestirnir
Gestirnir

Þann 27. október komu fulltrúar Fjölskyldu- og félagsmálasviðs í Húnaþingi vestra ástamt starfsmönnum frá Heilbrigðistsofnun Vesturlands í heimsókn til Fjallabyggðar. Stafsmenn félagsmáladeildar Fjallabyggðar fóru með fulltrúa fjölskyldusviðs á starfsstöðvar sínar í Fjallabyggð og kynntu starfsemina, en Heilbrigðistofnun Norðurlands í Fjallabyggð tóku á móti starfsmönnum HSV. 

Eftir heimsóknirnar kom hópurinn saman á Síldarminjasafni Íslands þar sem verkefnið Hátindur 60+ var kynnt. Gestirnir voru mjög áhugasamir um verkefnið en Sveitarfélagið Húnaþing vestra og Heilbrigðisstofnun Vesturlands munu taka þátt í þróunarverkefninu "Gott að eldast" sem er aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar.

Í lok kynningar var farin skoðunarferð um Síldarminjasafnið. 

Það er ánægjulegt að fá tækifæri til þess að miðla reynslu af Hátinds verkefninu með öðrum sveitrarfélögum og heilbrigðisstofnunum.