iHAC vinnustofa í Fjallabyggð

Miðvikudaginn 28 júní sl. fór fram vinnustofa undir formerkjum iHAC ( Integrated Healthcare and Care). Vinnustofan var haldin af Veltek (Velferðartækniklasa Norðurlands) í samstarfi við Fjallabyggð. Yfirskrift stofunnar var “Samþætting heilbrigðis- og félagsþjónustu þvert á skipulagsheildir”.

 

 

 

 

 

 

 

 

             

Fundargestir komu frá Fjallabyggð, Veltek, Heilbrigðistofnun Norðurlands, Sjúkrahúsinu Akureyri, Heimahjúkrun Akureyri og Háskólanum Akureyri. 

       

Unnið er úr niðurstöðum vinnustofunnar í samráði við Lisbeth Kjellberg ráðgjafa við Norrænu velferðarmiðstöðina og verða þær kynntar síðar.

Seinni vinnustofa iHAC mun fara fram í október einnig í Fjallabyggð.