Opnir hreyfitímar í íþróttahúsum fyrir íbúa Fjallabyggðar, 30 ára og eldri
Heilsueflandi Fjallabyggð býður íbúum í opna hreyfitíma í íþróttahúsum Fjallabyggðar í mars. Um er að ræða fjögur skipti í hvoru húsi ef þátttaka verður næg. Í boði verður fjölbreytt hreyfing og góður félagsskapur.
Á Siglufirði: Þriðjudagar 7. mars, 14. mars, 21. mars og 28. mars kl. 17:30 – 18:30,
Leiðbeinandi: Lísebet Hauksdóttir íþróttakennari.
Í Ólafsfirði: miðvikudagar 8. mars, 15. mars, 22. mars og 29. mars kl. 17:00 – 18:00
Leiðbeinandi: María Bjarney Leifsdóttir íþróttakennari og Hallgrímur Þór Harðarson íþróttakennari
Allir íbúar 30 ára og eldri velkomnir – enginn aðgangseyrir.
Þátttakendur þurfa að vera í hreinum innanhúss eða strigaskóm.
Þátttaka í hreyfingunni er á ábyrgð hvers og eins.
Stýrihópur um heilsueflandi samfélag.