Samráðsfundur og vinnustofa

Samráðsfundur Fjallabyggðar og HSN var haldinn mánudag 12. Júní sl. Farið var yfir þau verkefni sem unnið er að undir formerkjum Hátinds 60+. Einnig var rætt um að vinnustofu sem verður haldin 28. júní næstkomandi og ber heitið “Samþætting heilbrigðis- og félagsþjónustu þvert á skipulagsheildir og stjórnsýslustig”  

Veltek sem er einn af samstarfsaðilum Hátinds 60+ fékk “iHAC“ styrk í gegnum Norrænu velferðarmiðstöðina með Fjallabyggð í forgrunni og þau verkefni og samþættingu sem unnið er að í Fjallabyggð. Þátttakendur vinnustofunnar munu koma frá Fjallabyggð, HSN (Heilbrigðisstofnun Norðurlands), Veltek (Heilbrigðis- og velferðartækniklasi Norðurlands), SAK (Sjúkrahúsið á Akureyri) og Háskólanum Akureyri. Markmið vinnustofunnar eru meðal annars að tryggja góðan samstarfsgrundvöll og samskipti til þess að vinna að heildar markmiðum verkefnisins og tryggja áreiðanlega samhæfingu og endurgjöf velferðatæknihlutans. Á haustdögum mun svo seinni vinnustofan fara fram og verður hún einnig hér í Fjallabyggð.

 Við vekjum athygli á skýrslu Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar um samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu í dreifðum byggðum. Í skýrslunni er fjallað um fimm dæmi slíkrar samþættingar í tilteknum umdæmum í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi og á Íslandi þar sem segir frá undirbúningi að slíkri samþættingu í sveitarfélaginu Fjallabyggð.

 

Það má finna skýrsluna undir þessum hlekk

https://integratedhealthandcare.com/integrated-healthcare-and-care-through-distance-spanning-solutions-for-increased-service-accessibility/