Þátttaka á loka ráðstefnu iHAC í Svíþjóð

Pallborðs umræður
Pallborðs umræður

 

Í byrjun nóvember fékk verkefnastjóri Hátinds + þann heiður að taka þátt í lokaráðstefnu  iHAC verkefnisins í Storuman, Västerbotten-héraði í Svíþjóð.  Viðburðurinn bar heitið „An end for a new beginning“ og markaði lok verkefnisins „Integrated Healthcare and Care through Distance Spanning Solutions“. Þessi ráðstefna var lokahnykkur á velheppnuðu verkefni og hefur sýnt fram á nýstárlegar leiðir til að veita heilbrigðis- og velferðarþjónustu fyrir fólk sem býr afskekkt á Norðurlöndum.

Ráðstefnan var sett af Acko Ankarberg Johansson, heilbrigðisráðherra Svíþjóðar, sem hrósaði verkefnunum fyrir að vera fyrirmynd fyrir Norðurlöndin. Mæting hennar undirstrikaði mikilvægi samþættrar heilbrigðis- og velferðarþjónustu og umbreytandi getu stafrænna lausna.

það fylgir því mikið stolt af því að sjá framlag Fjallabyggðar til iHAC í gegnum verkefnið „Hatindur60+“, sem er innblásandi dæmi um nýsköpun á sviði heilsu- og velferðarþjónustu byggða á samfélagslegri nálgun.

Á ráðstefnunni kynnti Norræna velferðarmiðstöðin (Nordens välfärdscenter) nýtt útgefið efni „Distance Spanning Solutions in Health Care and Care: Climate Impacts and Sustainability Synergies“. Þessi skýrsla varpar ljósi á hvernig fjartæknilausnir í heilbrigðisþjónustu geta ekki einungis bætt aðgengi heldur stuðla einnig að markmiðum um sjálfbærni. 
Lesa má skýrsluna hér 

Þessi viðburður ítrekaði einnig mikilvægi áframhaldandi samstarfs, miðlun þekkingar og tengslamyndunar milli Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Með sameiginlegum krafti getum við kannað óendanlega möguleika nýsköpunar og tækni til að bæta heilbrigðis- og velferðarþjónustu, með sjálfbærni að leiðarljósi.