Fréttir

Samráðsfundur Hátindar, HSN, HSU og Árborgar

Verkefnið Hátindur vekur athygli annara sveitarfélaga

Háskóli þriðja æviskeiðsins

Birna og Hjördís frá U3A komu og kynntu starfsemi Háskóla þriðja æviskeiðsins

Bjartur lífsstíll Ráðstefna um hreyfiúrræði 60+

Þann 16. maí sl. fór fram ráðstefna á vegum Bjarts lífsstíls sem er sameiginlegt verkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Landssambands eldri borgara. Ráðstefnan var unnin í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og heilsueflandi samfélags (HSAM).

Erindi um gönguleiðir í Fjallabyggð og Fljótum ásamt göngu undir leiðsögn Björns Z. Ásgrímssonar

Laugardaginn 20. maí kl. 11:00 í Ráðhússal Fjallabyggðar, Gránugötu 23, Siglufirði mun Björn Z. Ásgrímsson flytja erindi um gönguleiðir í Fjallabyggð og Fljótum. Að erindi loknu verður gengin leiðin Hlöðnuvik - Hraunakrókur.

Háskóli þriðja æviskeiðsins opinn kynningarfundur

Opinn Kynningarfundur mánudag 15. maí kl 16:00 í Tjarnaborg. Birna frá U3A Reykjavík kemur og kynnir Háskóla Þriðja æviskeiðsins

Ársþing SSNE í Fjallabyggð

Ársþing SSNE var haldið í Fjallabyggð um liðna helgi.

Hátindur 60+ Velheppnuð opnunarhátíð í Tjarnarborg

Hátindi 60+ nýsköpunar-og þróunarverkefni í þjónustu við íbúa Fjallabyggðar 60 ára og eldri var formlega ýtt úr vör í Tjarnarborg í dag. Fjölmenni mætti á opnunina sem tókst í alla staði mjög vel.

Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir hefur verið fengin til liðs við verkefnið Hátind 60+

Hátindur 60+ er heiti á þróunarverkefni í þjónustu við fullorðna íbúa sveitarfélagsins sem hefur að leiðarljósi samþættingu félagsþjónustu og heilbrigðisþjónustu, nýsköpun og heilsueflingu fullorðinna íbúa Fjallabyggðar. Hátindur 60+ er samvinnuverkefni Fjallabyggðar, Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN), Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og Heilbrigðis- og velferðarklasa Norðurlands (Veltek).

Minnt á opna hreyfitímanum, í íþróttahúsinu Ólafsfirði í dag 22. mars

Heilsueflandi Fjallabyggð býður íbúum í opna hreyfitíma í íþróttahúsum Fjallabyggðar í mars. Um er að ræða fjögur skipti í hvoru húsi ef þátttaka verður næg. Í boði verður fjölbreytt hreyfing og góður félagsskapur.

Formleg opnun verkefnisins Hátindur 60+

Formleg opnun verkefnisins Hátindur 60+ Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði, miðvikudaginn 29. mars nk. kl. 12:00